Yfirbugaðir eftir átök og skemmdarverk
Tveir menn á þrítugsaldri voru yfirbugaðir af lögreglu eftir að hafa í ölæði unnið skemmdir á bifreiðum á plani í miðbæ Reykjanesbæjar í dag.
Atburðurinn átti sér stað á sjötta tímanum, en mennirnir sem báðir voru ölvaðir höfðu látið högg og spörk dynja á bifreiðum. Þeir veittust svo bæði að lögreglu og almennum borgurum sem þar áttu leið um og þurfti að beita talsverðu afli til að handtaka mennina og koma þeim í fangageysmslur. Þar sitja þeir nú og bíða þess að vera teknir til yfirheyrslu, en samkvæmt upplýsingum lögreglu í kvöld voru þeir ekki í nokkru ástandi til þess.
Mynd: Lögregla hefur yfirbugað mennina