Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Yfir tvær milljónir í styrki frá Lionsklúbbnum Freyju
Frá afhendingu styrkja í dag. VF-mynd: Hilmar Bragi
Fimmtudagur 2. júní 2022 kl. 15:13

Yfir tvær milljónir í styrki frá Lionsklúbbnum Freyju

Lionsklúbburinn Freyja í Reykjanesbæ afhenti í dag veglega styrki til ýmissra aðila en á starfsári klúbbsins hafa á rúmar tvær milljónir króna verið greiddar í styrki.

Þeir sem hlotið hafa styrki frá Lionsklúbbnum Freyju á starfsárinu 2021 til 2022 eru Velferðarsjóður Suðurnesja, Rauði krossinn, Umhyggja, SÁÁ, Starfsmannafélag Brunavarna Suðurnesja, Íþróttasamband fatlaðra, Skátafélagið Heiðabúar, Skammtímavistunin Heiðarholti í Suðurnesjabæ, Hrafnista a Nesvöllum í Reykjanesbæ, Íþróttafélagið Nes, 88 Húsið í Reykjanesbæ, Pieta samtökin LCIF, styrkur til einstaklings og fleira.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hópur styrkþega kom saman í dag í anddyri Hrafistu í Reykjanesbæ þar sem formleg afhending fór fram.