Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Yfir þúsund gestir á Safnahelgi
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 16. apríl 2023 kl. 06:44

Yfir þúsund gestir á Safnahelgi

Safnahelgi á Suðurnesjum fór fram 18.–19. mars sl. Markmiðið með helginni er að kynna fyrir íbúum og landsmönnum hin fjölbreyttu söfn og sýningar sem sveitarfélögin á Suðurnesjum bjóða upp á. Söfn Reykjanesbæjar tóku virkan þátt í Safnahelginni og buðu upp á skemmtilega dagskrá í tilefni hennar.

Yfir eittþúsund manns lögðu leið sína í Duus safnahús þessa helgi og margt fólk var einnig í Rokksafni Íslands og bókasafni Reykjanesbæjar. Þá fengu tveir hópar á eigin vegum einnig aðstoð frá Reykjanesbæ til þátttöku í Safnahelgi; stríðsminjasafnarar og hópur víkinga og vöktu báðar sýningar mikla athygli og drógu að sér mikinn fjölda gesta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024