Yfir fjórar milljónir í styrki frá Lionsklúbbi Njarðvíkur
Lionsklúbbur Njarðvíkur veitti nýverið styrki til aðila og félaga sem ýmist hafa þurft á aðstoð að halda eða við að liðsinna öðrum sem eru að láta gott af sér leiða hér á svæðinu. Í ár afhenti klúbburinn tæpa milljón en í ár hefur Lionsklúbbur Njarðvíkur veitt styrki á vel yfir fjórar milljónir til þarfra verkefna.
En meðal þeirra verkefna sem Lions hefur styrkt á þessu ári eru: Velferðarsjóður Suðurnesja, Frú Ragnheiður, Sykursýkisteymi HSS, Reykjalundur og Blindrafélagið ásamt ýmsum öðrum styrkjum.
Til þess að geta veitt slíka styrki og aðstoð er Lionsklúbbur Njarðvíkur með sjóð innan félagsins einmitt til slíkra verkefna. Fjáröflun í þann sjóð er fyrst og fremst Jólahappdrættið en sala á miðum verður fram til 23. desember nk.