Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Yfir einn milljarður í viðbótarframlög í lífeyrissjóð starfsmanna Reykjanesbæjar
Fimmtudagur 25. nóvember 2004 kl. 09:17

Yfir einn milljarður í viðbótarframlög í lífeyrissjóð starfsmanna Reykjanesbæjar

Þriðja árið í röð þarf bæjarsjóður Reykjanesbæjar að gjaldfæra hundruð milljóna króna vegna endurmats á lífeyrisskuldbindingum, samkvæmt mati tryggingasérfræðings. Þetta er til viðbótar hefðbundnu mati á framlögum bæjarfélagsins til lífeyrisiðgjalda.

Í endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2004 þarf að öllum  líkindum að gera ráð fyrir 350 milljón króna gjaldfærslu af rekstrarliðum bæjarsjóðs til að mæta nýjum framreikningi á skuldbindingum vegna starfsmanna í sjóðnum.

Árið 2002 þurfti að gjaldfæra til viðbótar í ársreikningi 458 milljónir króna, í fyrra 213 milljónir kr. og nú  350 milljónir króna. Þetta er samtals rúmlega einn milljarður króna á síðustu þremur árum sem bæjarsjóður hefur þurft að gjaldfæra ofan á áætluð útgjöld.

“Þetta eru mjög þungar búsifjar ofan á þá miklu uppbyggingarvinnu sem hér á sér stað og þær fjárfestingar sem við erum í og fjármögnum með lántökum. En þessi framreikningur á lífaldri manna og launabreytingum sjóðsfélaga er staðreynd sem við veljum að sýna svart á hvítu. Lífeyrissjóðir um allt land hljóta að vera upplifa svipaða útreikninga en fáir þeirra byggja á bakábyrgð sveitarfélags eins og gildir í þessu tilviki okkar,” segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024