Yfir 800 styðja lögreglustjóra á Facebook
Yfir 800 einstaklingar í facebook-samfélaginu á Netinu hafa skráð sig í stuðningshóp Jóhanns R. Benediktssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Á síðunni segir: „Björn Bjarnason dómsmálaráðherra ætlar nú að losa sig við Jóhann R. Benediktsson úr starfi lögreglustjóra á Suðurnesjum vegna eigin geðþótta. Jóhann hefur i alla staði staðið sig vel í starfi og er afskaplega vel þokkaður af starfsmönnum embættisins og íbúum Suðurnesja.“
http://www.new.facebook.com/group.php?gid=27854317860