Yfir 50 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur
Lögreglan á Suðurnesjum kærði 9 ökumenn fyrir hraðakstur í gærkvöldi og nótt. Sá sem mældist á mestum hraða reyndist aka á 146 km hraða á Reykjanesbraut þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km. Einn þeirra ökumanna sem staðinn var að hraðakstri reyndist að auki sviptur ökuréttindum.
Hraðakstur ökumanna líkist einna helst faraldri þessa dagana en síðastliðna viku hafa yfir 50 ökumenn verið kærðir fyrir þessar sakir í umdæmi Suðurnesjalögreglu.
Hraðakstur ökumanna líkist einna helst faraldri þessa dagana en síðastliðna viku hafa yfir 50 ökumenn verið kærðir fyrir þessar sakir í umdæmi Suðurnesjalögreglu.