Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Yfir 50 manns í mat hjá Hjálpræðishernum í Reykjanesbæ í kvöld
Fimmtudagur 24. desember 2009 kl. 17:04

Yfir 50 manns í mat hjá Hjálpræðishernum í Reykjanesbæ í kvöld

Á sjötta tug einstaklinga hafa boðað komu sína í hátíðarkvöldverð á aðfangadagskvöld hjá Hjálpræðishernum í Reykjanesbæ. Hjálpræðisherinn er með samkomuhús á Ásbrú. Búið er að gera allt klárt fyrir kvöldið og nú er aðeins beðið eftir því að jólin verði hringd inn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Örn Garðarsson veitingamaður á Soho í Reykjanesbæ eldar kvöldverðinn sem er glæsilegur og þríréttaður þar sem lamb verður í aðalrétt. Örn gefur alla sína vinnu. Meðfylgjandi myndir voru teknar við jólaundirbúning hjá Hálpræðishernum á Ásbrú í Reykjanesbæ.


Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson