Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Yfir 300 atvinnulausir á Suðurnesjum
Fimmtudagur 17. febrúar 2005 kl. 11:41

Yfir 300 atvinnulausir á Suðurnesjum

Alls eru 317 einstaklingar atvinnulausir á Suðurnesjum. 214 konur og 103 karlar. Á vef Svæðisvinnumiðlunar Suðurnesja er auglýst eftir starfsfólki og er um 29 stöðugildi að ræða. Meðal starfa sem auglýst er eftir er háseta og vélavörð á 90 tonna netabát, vélavörð á 45 tonna bát frá Sandgerði, störfum hjá Kaffitári í Reykjanesbæ, óskað er eftir fiskvinnslufólki til starfa í Sandgerði og handflakara vantar til starfa hjá Stakkavík í Grindavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024