Yfir 232.000 heimsóknir á beint streymi á sólarhring
Óróasvæðið við Keili virðist njóta athygli landsmanna og heimsbyggðarinnar. Á einum sólarhring hafa yfir 232.000 heimsóknir verið á beint streymi Víkurfrétta. Í streyminu er myndavél beint að Keili og svæðinu milli hans og Fagradalsfjalls.
Það er ekki bara fjöldi heimsókna á streymið, heldur stoppa netverjar einnig lengi á síðunni en meðaláhorfstími er um níu og hálf mínúta.
Víkurfréttir munu halda útsendingu áfram svo lengi sem þurfa þykir.