Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 30. apríl 2002 kl. 00:44

Yfir 2000 heimsóknir í gær

Víkurfréttir á Netinu eru langvinsælasti fréttavefurinn á Suðurnesjum. Í gær voru heimsókir á vefinn yfir 2000 talsins. Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem heimsóknir á vef Víkurfrétta fara yfir 2000. Í apríl-mánuði er búið að fletta yfir 120.000 fréttum/greinum og þá eru ekki taldar flettingar á ljósmyndum sem geta verið allt að 10 með frétt.Við erum lengi búnir að lofa nýrri vefsíðu Víkurfrétta en aldrei sést síðan. Upphafleg áform voru að frumsýna síðuna í lok mars en nú er apríl á enda og enn hefur síðan ekki litið dagsins ljós. Því er til að svara að síðan er mjög umfangsmikið verkefni sem strákarnir í daCoda í Keflavík hafa unnið við síðustu vikur og mánuði. Síðan verður þjónustuð af nýju forriti sem daCoda-menn eru að leggja lokahönd á. Nú er gert ráð fyrir að síðan verði tilbúin í lok þessarar viku og þegar starfsmenn Víkurfrétta hafa náð tökum á nýja hugbúnaðinum muni lesendur Víkurfrétta um allan heim fá að njóta síðunnar. Sem sagt: Það eru eingöngu örfáir dagar í gjörbreytta Víkurfrétta-síðu á Netinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024