Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Yfir 1600 vilja Gló til Reykjanesbæjar
Þriðjudagur 7. apríl 2015 kl. 09:46

Yfir 1600 vilja Gló til Reykjanesbæjar

Yfir 1600 einstaklingar hafa skrifað undir hvatningu á Facebook til Gló, sem er veitingahús með holla rétti, þar sem hvatt er til þess að veitingastaður Gló opni í Reykjanesbæ. Veitingastaðurinn er vinsæll í Reykjavík.

Heilsuna í forgang, hvetjum Gló til að opna í Reykjanesbæ

Stofnuð var sérstök síða á Facebook með hvatningunni til veitingahússins. Á síðunni er jafnframt birtur tölvupóstur sem Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gló, sendi aðstandendum fésbókarsíðunnar. Þar segir:

„Heill og sæll - Takk fyrir skemmtilegt frumkvæði, þetta fær okkur á Gló svo sannarlega til að hugsa til Reykjanesbæjar næst þegar við hugum að opnun staðar - kv Elli“.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024