Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Yfir 13.000 manns í DUUS-húsin á Ljósanótt
Föstudagur 20. september 2002 kl. 01:07

Yfir 13.000 manns í DUUS-húsin á Ljósanótt

Starfsemi Duus- húsanna í Grófinni í Keflavík gekk vel í sumar. Um fjögur þúsund gestir sáu sýninguna á Bátaflota Gríms Karlssonar fram að ljósanótt. Á ljósanótt komu yfir 13.000 manns í húsið. Þetta kom fram á síðasta fundi Menningar- og safnaráðs Reykjanesbæjar.Byggðasafn Suðurnesja er í samstarfi við nýtt Saltfisksetur Íslands í Grindavík og hefur meðal annars lánað muni til sýningar safnsins. Sigrún Ásta Jónsdóttir forstöðumaður Byggðasafns Suðurnesja greindi einnig frá því á síðasta fundi ráðsins að fundist hafi ankeri úr skipinu Jamestown. Þjóðminjavörður hefur úrskurðað að ankerið verði skráð í Byggðasafn Suðurnesja.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024