Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Yfir 10.000 jarðskjálftar í hrinunni
Mánudagur 30. október 2023 kl. 13:54

Yfir 10.000 jarðskjálftar í hrinunni

Yfir 10.000 jarðskjálftar hafa mælst í jarðskjálftahrinu sem hófst 25. október norðan við Grindavík. Á þriðja tug skjálfta hafa mælst yfir 3 að stærð. Fjórir skjálftar hafa orðið yfir 4 af stærð. Tveir hafa náð stærðinni 4,5. Sá seinni varð í morgun.

Skjálftavirknin er talin vera afleiðing spennubreytinga vegna aflögunar á Reykjanesskaga. Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinunnar.

Hér má sjá nýjustu skjálftana á vef Veðurstofu Íslands.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024