Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Yfir 1000 skjálfar frá miðnætti
Fimmtudagur 30. september 2021 kl. 14:49

Yfir 1000 skjálfar frá miðnætti

Jarðskjálfti upp á 3,5 varð laust fyrir klukkan tvö í dag 0,7 km suðvestur af Keili. Skjálftinn fannst á Suðurnesjum og á höfuðborgarsævðinu. Í morgun varð annar skjálfti upp á 3,0 á svipuðum slóðum. Þá varð öflugasti skjálftinn hingað til laust fyrir klukkan tvö í nótt. Hann mældist 3,7 og varð 0,8 km suðvestur af Keili. Síðustu tvo sólarhringa hafa orðið sex skjálftar sem mælast 3,0 til 3,7.

Skjálftavirknin á svæðinu eykst jafnt og þétt og eru núna að mælast einn til tveir skjálftar á mínútu. Skjálftarnir eru þannig orðnir yfir 1.000 frá miðnætti en í gær mældust 700 skjálftar á svæðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vísindaráð almannavarna kom saman á fjarfundi nú eftir hádegi þar sem fara átti yfir stöðuna á svæðinu og m.a. skoða gögn frá gervihnöttum.

Á Youtuberás Víkurfrétta er hafin bein útsending þar sem myndavél er beint að svæðinu sem nú skelfur. Útsendinguna má sjá hér að neðan.