Yfir 1000 rafrænar Víkurfréttasíður
Víkurfréttir koma ekki út á rafrænu formi í þessari viku vegna sumarleyfa starfsfólks. Á þessum tímapunkti er ástæða til að hvetja fólk til að skoða öll þau rafrænu tölublöð sem Víkurfréttir hafa gefið út frá því COVID-ástandið hófst. Blöðin eru orðin fimmtán talsins, síðurnar 1006 sem gerir að jafnaði um 67 síður á viku.
Nýjasta tölublaðið má ávallt nálgast neðst í öllum fréttum Víkurfrétt á vf.is en til að komast í safn nýjustu blaðanna, þá má smella á þennan tengil og velja sér blöð til að lesa.
Víkurfréttir verða svo aftur gefnar út í rafrænu formi í næstu viku. Hafa má samband við auglýsingadeild með því að senda póst á [email protected] en senda má póst á blaðamenn með því að nota póstfangið [email protected].