Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Yfir 1000 nemendur útskrifaðir frá Keili
Laugardagur 25. febrúar 2012 kl. 13:34

Yfir 1000 nemendur útskrifaðir frá Keili

Yfir 1000 nemendur hafa verið útskrifaðir frá Keili á Ásbrú í Reykjanesbæ frá stofnun skólans í maí 2007. Í gær voru útskrifaðir 89 nemendur við hátíðlega athöfn í Andrews leikhúsinu. Eftir athöfnina hafa samtals 1022 nemendur útskrifast frá Keili og þar af rúmlega helmingur eða 604 nemendur af Háskólabrú.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Við athöfnina í gær fluttu Valdimar Guðmundsson og Högni Þorsteinsson tónlistaratriði og Árni Sigfússon, stjórnarformaður Keilis ávarpaði samkomuna. Útskrifaðir voru nemendur úr Háskólabrú, Flugakademíunni og Íþróttaakademíu Keilis.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir hjá Keili fyrir haustönn 2012 og er hægt að nálgast allar upplýsingar um námsframboð á www.keilir.net











VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson