Yfir 1000 farþegar í gær
Flugfélagið Iceland Express flutti í gær yfir eitt þúsund farþega og hefur farþegafjöldinn hjá félaginu ekki áður farið yfir þúsund á einum degi. Alls fóru 1.034 farþegar með félaginu en þetta var annar dagurinn sem félagið flaug tvisvar á dag til Lundúna og Kaupmannahafnar, að því er kemur fram í fréttatilkynningu.






