Yfir 10.000 heimsóknir á vf.is
Í fyrsta skipti í sögu Víkurfrétta á Netinu hafa heimsóknir farið yfir 10.000 á einni viku. Tímabilið er frá mánudegi í síðustu viku og fram á miðnætti á sunnudagskvöld. Á þessum tíma hafa yfir 32.000 fréttir verið skoðaðar „meira“. Í mars-mánuði hafa rúmlega 100.000 fréttir verið skoðaðar „meira“ af þeim sem heimsækja vefinn. Miðað við upplýsingar af www.teljari.is, þá má skipa Víkurfréttum á Netinu í flokk með 10-20 mest sóttu vefsíðum landsins eftir því hvernig lesið er úr tölum. Það skal þó tekið fram að Víkurfréttir á Netinu eru ekki aðili að „Samræmdri vefmælingu“. Við notumst við upplýsingar frá þeim vefþjóni sem hýsir vf.is.Mikill vöxtur hefur verið í aðsókn að Víkurfréttum á Netinu frá því um miðjan nóvember í fyrra. Síðan þá hefur aðsókn aukist jafnt og þétt en aðsóknin að vf.is er um 400% meiri í dag en t.a.m. í október á síðasta ári.
Aukin fréttaþjónusta á vef Víkurfrétta
Fréttaþjónusta á vf.is hefur verið aukin mjög frá því sem hún var. Það þótti gott fyrir nokkrum misserum að setja 3-4 fréttir inn á vefinn á dag en nú skrifum við yfir 100 fréttir inn á vefinn á viku. Þetta eru ekki allt stórfréttir, heldur erum við að reyna að miðla upplýsingum um allt það helsta sem er að gerast á Suðurnesjum. Við fylgjumst vel með því sem er að gerast hjá sveitarfélögunum og þá flytjum við daglegar fréttir frá lögreglunni. Einnig hefur íþróttaumfjöllun á vef Víkurfrétta verið aukin umtalsvert og sérstakur íþróttafréttamaður ráðinn til að sinna íþróttum í blaðinu og á vefnum.
Margir byrja daginn á vf.is
Flestar eru heimsóknir á vf.is fyrri hluta viku. Skýringarnar teljum við vera þá sem hafa ekki aðgang að Internetinu heima hjá sér og skoða netið í vinnunni. Þannig sjáum við líka að fjölmargir skoða netið milli kl. 08-10 að morgni.
Sunnudagur í sögubækurnar
Aðsókn að vf.is um helgar er um 50% af því sem gerist virka daga. Sunnudagurinn 24. mars verður þó skrifaður í sögubækur hjá okkur á Víkurfréttum því aldrei hafa fleiri heimsóknir komið á síðuna á einum og sama sólarhringnum. Rétt tæplega 2000 gestir skoðuðu yfir 7.600 fréttir „meira“. Þar hafa flestir verið að næla sér í úrslit í Fegurðarsamkeppni Suðurnesja 2002. Úrslitin úr keppninni voru sett inn á vefsíðu Víkurfréttir á nánast sama augnabliki og þau voru tilkynnt í Bláa lóninu, þar sem keppnin fór fram. Á einni klukkustund aðfaranótt sunnudags voru rúmlega 200 heimsóknir inn á vf.is
Vefurinn enn að vaxa og gestum fjölgar
Vöxtur vf.is virðist ekki hafa náð hámarki og enn er daglegum gestum að fjölga og okkur grunar að metið frá síðasta sunnudegi (frá því í gær) verði fljótt að falla. Við hjá Víkurfréttum bindum einnig miklar vonir við nýjan frétta- og upplýsingavef sem við munum opna á næstu dögum.
Hvað finnst þér - sendu okkur línu!
Okkur hjá Víkurfréttum á Netinu finnst gaman að fá línu frá lesendum um hvað þeim finnst um vefinn og það efni sem þar er í boði. Nú þegar ný fréttasíða fer senn í loftið væri gaman að heyra frá sem flestum hvað þeim finnst um þá fréttaþjónustu sem Víkurfréttir eru að bjóða á Netinu. Vikulega heyrum við frá fjölmörgum brottfluttum Suðurnesjamönnum sem eru að uppgötva Víkurfréttir á Netinu í fyrsta skipti og eru þar með að bætast í stóran lesendahóp. Endilega leggið nokkur orð í belg með því að smella á pósthnappinn hér að neðan. Pósturinn verður ekki gerður opinber.
MÍN SKOÐUN Á VEF VÍKURFRÉTTA!
Aukin fréttaþjónusta á vef Víkurfrétta
Fréttaþjónusta á vf.is hefur verið aukin mjög frá því sem hún var. Það þótti gott fyrir nokkrum misserum að setja 3-4 fréttir inn á vefinn á dag en nú skrifum við yfir 100 fréttir inn á vefinn á viku. Þetta eru ekki allt stórfréttir, heldur erum við að reyna að miðla upplýsingum um allt það helsta sem er að gerast á Suðurnesjum. Við fylgjumst vel með því sem er að gerast hjá sveitarfélögunum og þá flytjum við daglegar fréttir frá lögreglunni. Einnig hefur íþróttaumfjöllun á vef Víkurfrétta verið aukin umtalsvert og sérstakur íþróttafréttamaður ráðinn til að sinna íþróttum í blaðinu og á vefnum.
Margir byrja daginn á vf.is
Flestar eru heimsóknir á vf.is fyrri hluta viku. Skýringarnar teljum við vera þá sem hafa ekki aðgang að Internetinu heima hjá sér og skoða netið í vinnunni. Þannig sjáum við líka að fjölmargir skoða netið milli kl. 08-10 að morgni.
Sunnudagur í sögubækurnar
Aðsókn að vf.is um helgar er um 50% af því sem gerist virka daga. Sunnudagurinn 24. mars verður þó skrifaður í sögubækur hjá okkur á Víkurfréttum því aldrei hafa fleiri heimsóknir komið á síðuna á einum og sama sólarhringnum. Rétt tæplega 2000 gestir skoðuðu yfir 7.600 fréttir „meira“. Þar hafa flestir verið að næla sér í úrslit í Fegurðarsamkeppni Suðurnesja 2002. Úrslitin úr keppninni voru sett inn á vefsíðu Víkurfréttir á nánast sama augnabliki og þau voru tilkynnt í Bláa lóninu, þar sem keppnin fór fram. Á einni klukkustund aðfaranótt sunnudags voru rúmlega 200 heimsóknir inn á vf.is
Vefurinn enn að vaxa og gestum fjölgar
Vöxtur vf.is virðist ekki hafa náð hámarki og enn er daglegum gestum að fjölga og okkur grunar að metið frá síðasta sunnudegi (frá því í gær) verði fljótt að falla. Við hjá Víkurfréttum bindum einnig miklar vonir við nýjan frétta- og upplýsingavef sem við munum opna á næstu dögum.
Hvað finnst þér - sendu okkur línu!
Okkur hjá Víkurfréttum á Netinu finnst gaman að fá línu frá lesendum um hvað þeim finnst um vefinn og það efni sem þar er í boði. Nú þegar ný fréttasíða fer senn í loftið væri gaman að heyra frá sem flestum hvað þeim finnst um þá fréttaþjónustu sem Víkurfréttir eru að bjóða á Netinu. Vikulega heyrum við frá fjölmörgum brottfluttum Suðurnesjamönnum sem eru að uppgötva Víkurfréttir á Netinu í fyrsta skipti og eru þar með að bætast í stóran lesendahóp. Endilega leggið nokkur orð í belg með því að smella á pósthnappinn hér að neðan. Pósturinn verður ekki gerður opinber.
MÍN SKOÐUN Á VEF VÍKURFRÉTTA!