Lýðheilsusjóður með milljón til Reykjanesbæjar
Lýðheilsusjóður hefur veitt einnar milljónar króna styrk til Reykjanesbæjar. Styrkurinn snýr að foreldranámskeiði fyrir foreldra utan vinnumarkaðar til þess að styrkja þau sem leiðtoga barna sinna í anda Allir með! verkefnisins.
Markmið er að foreldrar geti enn frekar stutt við börn og fylgt þeim eftir í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi en námskeiðið verður á vegum Kvan.
Lýðheilsurráð Reykjanesbæjar fagnar verkefninu og telur afar brýnt að sinna málaflokknum, sér í lagi í ljósi aðstæðna í samfélaginu.