Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

x-Reykjanesbær: Bein leið með 2 og Sjálfstæðismenn 5
Bein leið - fer beina leið inn í bæjarstjórn Reykjanesbæjar samkvæmt fyrstu tölum.
Laugardagur 31. maí 2014 kl. 22:22

x-Reykjanesbær: Bein leið með 2 og Sjálfstæðismenn 5

Meirihluti Sjálfstæðismanna er fallinn samkvæmt fyrstu tölum í bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum í Reykjanesbæ. Sjálfstæðismenn fá fimm bæjarfulltrúa en missa tvo og eru þó með manni meira en í síðustu tveimur skoðanakönnunum. Bein leið, nýtt framboð í bæjarfélaginu, fær tvo bæjarfulltrúa og er spútnikk kosninganna samkvæmt fyrstu tölum.

Samkvæmt fyrstu tölum þarf Á-listinn að bæta við sig 14 atkvæðum til að henda út fyrsta manni Framsóknar út.

Fyrstu tölur:

Á listinn 14,8% - 1 bæjarfulltrúi
B listinn 7,2% - 1 bæjarfulltrúi
D listinn 38,9% - 5 bæjarfulltrúar
S listinn 19,6% - 2 bæjarfulltrúar
Y listinn 16,2% - 2 bæjarfulltrúar
Þ listinn 2,1% - 0 bæjarfulltrúi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024