Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

WOW-þotan má fara frá Keflavíkurflugvelli
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
miðvikudaginn 17. júlí 2019 kl. 11:30

WOW-þotan má fara frá Keflavíkurflugvelli

Héraðsdóm­ur Reykja­ness hefur úrskurðað að ALC, eig­andi Air­bus þotu sem WOW air var með á leigu fyr­ir gjaldþrot fé­lags­ins þyrfti aðeins að greiða þá upp­hæð sem væri tengd vél­inni en ekki all­ar skuld­ir annarra flug­véla á veg­um WOWair við Isa­via.

Eiganda vélarinnar er því heimilt að fjarlægja hana frá Keflavíkurflugvelli. Það mun taka einhvern tíma en undirbúningur þess er hafinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Isavia lýsir furðu sinni með niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness í dag í máli ALC, sérstaklega í ljósi þess að hún er í miklu ósamræmi við fyrri umfjöllun Landsréttar um málið. Þar lýsti Landsréttur með mjög skýrum hætti skoðun æðra dómsstigs á túlkun lagaákvæðsins.

Þá teljum við verulega ámælisvert að beiðni um frestun réttaráhrifa sé hafnað í ljósi þeirra fjárhagslegu hagsmuna sem undir eru. Frestun réttaráhrifa hefði haft óveruleg áhrif á ALC en hefði tryggt eðlilega meðferð jafn mikilvægs máls fyrir æðra dómsstigi.

Með synjun Héraðsdóms Reykjaness á frestun réttaráhrifa er takmarkaður mjög möguleiki Isavia til að fá endanlegan úrskurð fyrir fjölskipuðum dómi,“ segir í yfirlýsingu frá Isavia.