WOW segir upp fólki á Keflavíkurflugvelli
Fimmtán manns var sagt upp hjá WOW air í morgun. Uppsagnirnar ná að mestu til starfsfólks á Keflavíkurflugvelli en einnig á öðrum sviðum. Fréttablaðið greinir frá þessu.
Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, staðfestir í samtali við blaðið að fólki hafi verið sagt upp í morgun en gat að öðru leyti lítið tjáð sig á þessum tímapunkti.
Í gær var 237 starfsmönnum Airport Associates sagt upp störfum.