Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

WOW air gerir ráðstafanir vegna yfirvofandi óveðurs
Þriðjudagur 20. febrúar 2018 kl. 14:37

WOW air gerir ráðstafanir vegna yfirvofandi óveðurs

Veðurstofa Íslands hefur gefið út viðvörun vegna yfirvofandi óveðurs á morgun, miðvikudaginn 21. febrúar. Farþegar WOW air mega því búast við röskunum á flugáætlun þennan dag og vill flugfélagið því biðja farþega um að fylgjast náið með skilaboðum og tölvupóstum frá flugfélaginu fram að brottför.

Farþegum sem eiga bókað flug á miðvikudagsmorgun er ráðlagt að mæta snemma upp á flugstöð þar sem flug munu taka fyrr af stað en upprunalega var áætlað. Öllum farþegum mun einnig berast tilkynning varðandi nýja brottfarartíma. Innritun í flug opnar á miðnætti fyrir allar morgunbrottfarir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Farþegar sem eiga bókað flug á morgun er einnig heimilt að gera eina breytingu á bókun sinni og velja sér annan brottfarardag. Til að nýta sér það skal hafa samband við þjónustudeild WOW air með tölvupósti á [email protected].

Uppfærðar flugupplýsingar er að finna á heimasíðu WOW air.