Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

World Class áætlar að opna líkamsræktarstöð í Reykjanesbæ
Föstudagur 14. júlí 2017 kl. 11:37

World Class áætlar að opna líkamsræktarstöð í Reykjanesbæ

World Class áætlar að opna líkamsræktarstöð á Hafnargötu 91 í Reykjanesbæ. Að sögn Björns Leifssonar, framkvæmdastjóra World Class, þá áætlar hann að opna staðinn um næstu áramót. Aðstaðan verður 830 fermetrar og  boðið verður upp á tækjasal, leikfimi, jóga og gufur. Gestir staðarins hafa einnig aðgang að öllum tólf stöðvum World Class og sex sundlaugum, Laugardalslaug, Sundlaug Seltjarnarness, Breiðholtslaug, Árbæjarlaug, Lágafellslaug og Sundhöll Selfoss. Í samtali við Víkurfréttir segist Björn hlakka til að koma og þjóna Suðurnesjabúum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024