Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Wilson Muuga: Kostnaður nú um 54 milljónir
Laugardagur 10. mars 2007 kl. 10:12

Wilson Muuga: Kostnaður nú um 54 milljónir

Kostnaður við mengunarvarnaraðgerðir vegna strands Wilson Muuga í Hvalsnessfjöru nemur um 54 milljónum króna til þessa að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Það er haft eftir Davíð Egilssyni, forstjóra Umhverfisstofnunar.

 

Í greininni kemur einnig fram að nú standi yfir viðræður milli umhverfisráðuneytis og eigenda skipsins um aðgerðir við að fjarlægja skipið af strandstað ogeinnig um það hver muni bera kostnaðinn sem nú er orðinn af strandinu. Búist er við því að niðurstöður úr viðræðunum liggi fyrir fljótlega.

 

VF-mynd/elg

 

www.visir.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024