Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Wilson dreginn á flot um miðjan maí
Miðvikudagur 28. mars 2007 kl. 16:58

Wilson dreginn á flot um miðjan maí

Flutningaskipið Wilson Muuga verður dregið af strandstað í Hvalsnesfjöru um á stórstreymi um miðjan maímánuð. Samkomulag um þetta hefur verið undirritað og var kynnt formlega við Hvalsneskirkju í hádeginu í dag.

Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra og Guðmundur Ásgeirsson, eigandi skipsins, handsöluðu samninginn og sögðust bæði ánægð með lyktir málsins. Víst er að Sandgerðinar og nærsveitarmenn fagna þessu samkomulagi þar sem þeir horfu með hryllingi til þess að skipið, sem strandaði fyrir 3 mánuðum, yrði í fjörunni út af Hvalsnesi til eilífaðarnóns.


Umhverfisstofnum hefur þegar kostað til 69 mill-jónum til að koma í veg fyrir umhverfisslys, en væntanlegur kostnaður við þéttingu Wilsons Muuga og að draga hann af strandstað er áætlaður um 40 milljónir króna sem eigendur skipsins og íslenska ríkið munu skipta með sér. Hlutur ríkisins verður 15 milljónir. Andvirði flaksins verður svo skipt á aðilanna tveggja, í hlutfalli við framlag til brottflutningsins.

Jónína og Guðmundur á Hvalsnesi í dag. VF-mynd/pket

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024