Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Wiliam Thomas sýnir í Saltfisksetrinu
Föstudagur 29. september 2006 kl. 09:38

Wiliam Thomas sýnir í Saltfisksetrinu

Bandaríski listamaðurinn Wiliam Thomas opnar málverkasýningu í Saltfisksetrinu í Grindavík á morgun, laugardag.
Orspor Wiliams hefur farið víða og er hann nokkuð þekktur í sínu heimalandi. Hann hefur haldið margar sýningar víða um heim og opnar hann samtímis sýningu í Baltimore nú um mánaðamótin.
Wiliam nefnir sýningu sína Sýnir og fjallar þar um sýn sína á ýmis náttúrufyrirbrigði.
Sýningin opnar klukkan 14 á morgun en Saltfisksetrið opið alla daga frá 11:00 - 18:00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024