Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Wellcome Trust fjármagnar fyrsta áfanga gagnavers í Reykjanesbæ
Föstudagur 15. janúar 2010 kl. 10:07

Wellcome Trust fjármagnar fyrsta áfanga gagnavers í Reykjanesbæ

- verður stærsti hluthafi Verne Holdings ehf.

Verne Holdings ehf., móðurfélag Verne Global, tilkynnti í dag að það hefur undirritað endanlegan samning um hlutafjárframlag frá Wellcome Trust. Hlutafé frá Wellcome Trust fjármagnar að öllu leyti fyrsta áfanga heildsölugagnavers Verne Global í Reykjanesbæ. Með þessari fjárfestingu verður Wellcome Trust, sem er góðgerðarsjóður á sviði heilbrigðisrannsókna með aðsetur í London stærsti hluthafi í Verne Holdings ehf. Wellcome Trust á eignir að andvirði 21 milljarður Bandaríkjadala og hefur lánshæfismatið AAA/aaa.


„Stórir viðskiptavinir sjá brýna nauðsyn á að draga verulega úr orkukostnaði og koltvísýringslosun gagnavera,“ segir Dominic Ward hjá fjárfestingadeild Wellcome Trust í tilkynningu til Víkurfrétta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


„Verne Global ryður nýjar brautir með því aðnýta náttúrulegar og vistvænar orkulindir Íslands, í því skyni aðkoma böndum á losun gróðurhúsalofttegunda og vaxandi orkukostnað.“


Wellcome Trust gengur til liðs við þá fjárfesta sem fyrir eru í verkefninu, General Catalyst og Novator. Gagnaver Verne Global rís nú á 180.000 fermetra lóð á Ásbrú í Reykjanesbæ, þar sem áður stóðu vöruhús og aðrar byggingar á vegum Atlantshafsbandalagsins. Verne Global nýtir hinar ýmsu náttúrlegu auðlindir Íslands til að bjóða viðskiptavinum gagnaversins ókeypis kælingu og 100% endurnýjanlega orku úr ríkulegum birgðum jarðvarma og vatnsafls.


„Það sem gerir okkur sérstök er að við getum boðið viðskiptavinum okkar skilvirkar og samt visthæfar lausnir á gagnaversþörfum þeirra, með því að bjóða upp á 100% kælingu á Íslandi, endurny´janlegar orkulindir og spá um fyrirsjáanlegt orkuverð,“ sagði Jeff Monroe, forstjóri Verne Global. „Verne Global og Wellcome Trust stuðla aðöflugri lausn sem veitir notendum gagnavera tækifæri til aðvelja visthæfan kost á samkeppnishæfu verði.“



Mynd: Séð yfir framkvæmdasvæði gagnaversins að Ásbrú í Reykjanesbæ.