Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

VSFK: Útlendingar um 30% þeirra sem greiða félagsgjöld
Föstudagur 10. ágúst 2007 kl. 12:05

VSFK: Útlendingar um 30% þeirra sem greiða félagsgjöld

Gífurlegar breytingar hafa orðið á íslenskum vinnumarkaði síðustu árin með tilkomu erlends vinnuafls og lætur nærri að um 30% þeirra sem greiða félagsgjöld í Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis séu útlendingar.

Þetta hefur haft í för með sér breytt vinnubrögð og ýmsan tilkostnað fyrir verkalýðsfélögin sem þurfa að kaupa þýðingar- og túlkaþjónustu og láta prenta bæklinga á fjölmörgum tungumálum. Að sögn Kristjáns Gunnarssonar, formanns VSFK, hefur aukning útlendinga sem greiða félagsgjöld verið mest á undanförnum tveimur árum.
Á síðasta ári varð 17% fjölgun félagsmanna í VSFK og stefnir í að verða 20% á þessu ári, að sögn Kristjáns. Ekki liggur þó fyrir nákvæmlega hversu hátt hlutfall útlendinga er inn í þeirri fjölgun.

Félagið er komið með fasta þjónustuaðila við túlkun og þýðingar en fjölmörg erindi berast til félagsins á ýmsum tungumálum, mest pólsku. Erindin eru mis aðkallandi eins og gerist, t.d. lenti félagið í því að láta þýða bréf með tilheyrandi kostnaði, þar sem viðkomandi var að kvarta sáran yfir herbergisfélaga sínum sem þótti eitthvað erfiður í umgengni.

Sjá nánar í næsta tölublaði Víkurfrétta.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024