Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 12. febrúar 2004 kl. 16:51

VSFK stefnir Utanríkisráðherra

Lögfræðingum Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur hefur verið falið að stefna Utanríkisráðherra fyrir hönd Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli fyrir dómstóla vegna ógreidds álags vegna starfsmenntunar starfsmanna hjá Varnarliðinu sem ekki hefur verið greitt allt síðasta ár. Að sögn Kristjáns Gunnarssonar formanns Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis er búist við að ráðherra verði birt stefnan innan skamms.

Víkurfréttir greindu frá því í síðustu viku að ekki hafi verið greiddar út samningsbundnar launahækkanir starfsmanna Varnarliðsins sem áttu að greiðast um áramót. Kristján sagði í samtali við Víkurfréttir að ekkert benti til þess að þessar hækkanir yrðu greiddar út um næstu mánaðarmót og segir hann starfsfólk Varnarliðsins ósátt. „Við finnum fyrir mjög miklum pirringi starfsfólks vegna þessa samningsbrots. Stjórn VSFK hefur formlega óskað eftir fundi með Utanríkisráðherra vegna málefna Varnarliðsins og sérstaklega seinagangs þessa máls.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024