VSFK og VS sameinast í verkfallsaðgerðum
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um verkfallsboðun félagsmanna VSFK og VS. Atkvæðagreiðslan fer fram dagana 12. til 19. maí næstkomandi. Allir kosningabærir félagsmenn munu fá send kjörgögn í pósti á næstu dögum og eru félagsmenn hvattir til að nýta atkvæðisrétt sinn. Skipulag aðgerða verður með þeim hætti að dagana 28. maí – 5. júní verða tveggja daga verkföll í tilteknum atvinnugreinum á félagssvæði VSFK og VS.
Hvenær ? Hvar og hverjir ?
28. maí og 29. maí
Hópbifreiðafyrirtæki - frá kl. 00:00 28. maí til kl. 24:00 29. maí
30. maí og 31. maí
Hótel, gististaðir og baðstaðir - frá kl. 00:00 30. maí til kl. 24:00 31. maí
31. maí og 1. júní
Starsfmenn flugvalla - frá kl. 00:00 31. maí til kl. 24:00 1. júní
2. júní og 3. júní
Skipafélög og matvöruverslanir - frá kl. 00:00 2. júní til kl. 24:00 3. júní
4. júní og 5. júní
Olíufélög - frá kl. 00:00 4. júní til kl. 24:00 5. júní
6. júní
Ótímabundið allsherjarverkfall hefst kl. 00:00 6. júní 2015
Frá og með 6. júní hefst síðan ótímabundið allsherjarverkfall. U.þ.b. 5. 000 félagsmenn starfa á samningssvæði þessara félaga. Það er því ljóst að þessar aðgerðir munu hafa veruleg lamandi áhrif á atvinnulíf hér á á Suðurnesjum.