VS samþykkir verkfallsaðgerðir
Félagar í Verslunarmannafélagi Suðurnesja samþykktu verkfallsboðun vegna kjarasamninga við SA með afgerandi meirihluta atkvæða þeirra sem þátt tóku.
Þátt tóku 391 eða 37,45%
Já sögðu 342 eða 87,5%
Nei sögðu 43 eða 11%
Auðir seðlar 6 eða 1,5%
Undirbúningur verkfallsaðgerða heldur því áfram en fyrirhugað er að þær hefjist með 2ja daga verkfalli starfsmanna í hópbifreiðafyrirtækjum þann 28. maí. Tveggja daga verkföll í fleiri starfsgreinum fylgja svo í kjölfarið en þann 6. júní hefst ótímabundið allsherjarverkfall.
Verkfall komi til framkvæmda sem hér segir:
28. maí og 29. maí Hópbifreiðafyrirtæki
frá kl. 00:00 28. maí til kl. 24:00 29. maí
30. maí og 31. maí Hótel, gististaðir og baðstaðir
frá kl. 00:00 30. maí til kl. 24:00 31. maí
31. maí og 1. júní Flugafgreiðsla
frá kl. 00:00 31. maí til kl. 24:00 1. júní
2. júní og 3. júní Skipafélög og matvöruverslanir
frá kl. 00:00 2. júní til kl. 24:00 3. júní
4. júní og 5. júní Olíufélög
frá kl. 00:00 4. júní til kl. 24:00 5. júní
Ótímabundið allsherjarverkfall hefst kl. 00:00 þann 6. júní 2015
Samningafundur í kjaradeilu VR, LÍV og Flóafélaganna við Samtök atvinnulífsins, sem haldinn var í húsakynnum ríkissáttasemjara 19. maí, skilaði engum árangri . Upp úr viðræðum slitnaði vegna kröfu SA um breytingar á vinnufyrirkomulagi sem félögin voru ekki tilbúin til að ganga að. Deilan er því komin í hnút og hefur nýr fundur ekki verið boðaður.