Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vot helgi framundan
Föstudagur 29. júlí 2011 kl. 10:12

Vot helgi framundan

Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sunnan 5-13 og víða rigning, en skýjað með köflum og þurrt að mestu á NA- og A-landi. Fremur hæg suðaustlæg átt í nótt og á morgun og væta af og til, einkum suðaustanlands. Hiti 12 til 20 stig í dag, hlýjast fyrir austan, en heldur svalara á morgun.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:
Austlæg átt 5-10 m/s, en 8-13 NV-til og með SA- ströndinni. Skýjað með köflum og þurrt að kalla á N- og V-landi, annars dálítil súld eða rigning. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á V-landi.

Á mánudag (frídagur verslunarmanna):
Austan og norðaustan 5-10 m/s, en 10-15 á SA-til og NV-lands. Rigning með köflum eða skúrir, en úrkomulítið um landið vestanvert. Hiti breytist lítið.