Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 10. janúar 2003 kl. 13:03

Vöruðu við slæmum horfum í atvinnumálum sl. haust

Kristján Gunnarsson formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis segist líta atvinnuástandið alvarlegum augum: „Það var sent út bréf í lok ágúst þar sem sveitarstjórnir og samband sveitarfélaga á Suðurnesjum var varað við horfum í atvinnumálum. Það var óskað eftir því að gripið yrði til aðgerða þá þegar, en ekkert hefur verið gert.“ Kristján segir það skjóta skökku við þegar horfur í atvinnumálum eru slæmar eins og verið hefur síðustu mánuði, að þá sé Markaðs- og atvinumálaskrifstofan lögð niður: „Nú eiga þessi mál að vera komin á hendur hafnarstjórnar, en ég sé lítið gerast á þeim vettvangi,“ segir Kristján. Hann vill að gripið sé til markvissra aðgerða strax: „Ég kalla eftir viðbrögðum sveitarstjórna og lít á það sem samvinnuverkefni sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins að ganga fram í þessum málum. Tími aðgerða er fyrir löngu síðan runninn upp,“ sagði Kristján í samtali við Víkurfréttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024