Vörubretti og hjólbarðar brunnu inni í kísilverinu
Eldsvoði varð í kísilveri United Silicon á sjöunda tímanum í kvöld. Eldur logaði í vörubrettum og hjólbörðum inni í kísilverinu, að sögn varðstjóra hjá slökkviliði Brunavarna Suðurnesja. Mikinn reyk lagði frá kísilverinu um tíma.
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað til og voru slökkvibílar og sjúkrabílar sendir á vettvang. Starfsmönnum United Silicon tókst að slökkva eldinn áður en slökkviliðið kom á vettvang en það slökkti í glæðum á gólfi verksmiðjunnar.
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu var eldurinn minniháttar. Hins vegar lágu ekki fyrir upplýsingar um hvernig eldurinn komst í vörubrettin og hjólbarðana.
Myndirnar tók Hilmar Bragi á vettvangi nú í kvöld.