Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vörubíll í ljósum logum á Sandgerðisvegi
Mánudagur 3. febrúar 2014 kl. 18:59

Vörubíll í ljósum logum á Sandgerðisvegi

Vörubifreið stóð í ljósum logum á Sandgerðisvegi  þegar lögregluna á Suðurnesjum bar þar að í síðustu viku. Hafði ökumaður ekið bifreiðinni suður Sandgerðisveg þegar hann varð var við eld í húsi hennar og stöðvaði hann hana þá þegar. Brunavarnir Suðurnesja sáu um að slökkva eldinn og var bifreiðin fjarlægð að því loknu. Þá var haft samband við vegagerðina og óskað eftir því að menn frá henni yrðu sendir til að þrífa upp óhreinindi á veginum eftir brunann, sem gætu ella skapað hættu fyrir aðra ökumenn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024