Laugardagur 19. maí 2007 kl. 23:13
Vörubifreið ekið á staur
Á dagvaktinni var einn ökumaður stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur, fimm ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur, sá er hraðast ók mældist á 129 km/klst þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Eitt minniháttar umferðaróhapp var í dag þar sem vörubifreið hafði verið ekið á staur.