Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Voru á staðnum þegar byrjaði að gjósa
Mynd: Björgunarsveitin Þorbjörn
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 11. júlí 2023 kl. 01:02

Voru á staðnum þegar byrjaði að gjósa

Í dag var björgunarsveitarfólk úr Þorbirni í Grindavík á ferðinni ásamt vísindamönnum frá Veðurstofa Íslands þegar fór að rjúka úr hlíðum Litla Hrúts. „Það var því nokkuð fljótgert að gera fyrstu athuganir á gosinu og kanna umfangið,“ segir í færslu björgunarsveitarinnar.

Þá segir: „Annars er gosið býsna stórt og gefur það frá sér mun meira gas en áður. Búast má við breytingum á vindátt í nótt og geta þá skapast lífshættulegar aðstæður í nágrenni gosstöðvanna. Því hefur verið ákveðið að loka svæðinu þar til annað verður ákveðið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Við viljum auðvitað að sem flestir geti notið dýrðarinnar og vonumst til þess að hægt verði að opna aðgengi að gosstöðvunum sem fyrst. Um leið og það gerist munum við gefa út hvaða leið er best að nota til að komast á svæðið.

Vonandi sýna flestir þessu skilning og fylgi fyrirmælum frá okkur enda um mjög erfiðar aðstæður að ræða.“

Sem stendur eru tugir félaga sveitarinnar á víð og dreif um svæðið í allskonar verkefnum. Myndin er tekin við gosstöðvarnar þegar björgunarsveitarfólk úr Þorbirni aðstoðaði Neyðarlínuna við að koma upp Tetra sendi á svæðinu.