VORTÓNLEIKARÖÐ TÓNLISTARSKÓLANS Í KEFLAVÍK
Sunnudaginn 9. maí nk. verða þrennir tónleikar á vegum Tónlistarskólans í Keflavík. Sameinað lið Suzuki fiðlunema Reykjanesbæjar heldur tónleika í Njarðvíkurskóla kl. 14. Í Frumleikhúsinu við Vesturbraut verða haldnir tvennir tónleikar, þeirri fyrri vortónleikar Léttsveitar Tónlistarskólans í Keflavík ásamt Jazz Comboi undir stjórn Ólafs Jónssonar. Þeir hefjast kl. 14:30 og verður slegið á létta strengi með fjörugu og skemmtilegu lagavali.Seinni tónleikarnir í Frumleikhúsinu hefjast kl. 17. Efnisskrá þeirra tónleika er allsérstök þar sem fram koma gítarnemendur og strengjasveit skólans, gítarkvartett Nýja Tónlistarskólans í Reykjavík og tónlistarsögunemendur tónlistarskólanna í Keflavik og Hafnarfirði. Meðal verka sem flutt verða eru verk frá ýmsum tímum fyrir bæði strengjasveit og gítarsamspil auk sérstaks verks eftir eftir þýska tónskáldið KarlHeinz Stockhausen sem nemendur í tónlistarsögu hafa verið að undirbúa sem hluta af námi sínu í tonlistarsögu þessarar aldar. Verk þetta heitir ,,Tierkreis,, eða ,,Dýrahringurinn,, er í 12 þáttum og verða fjórir þeirra fluttir á tónleikunum. Hina átta þættina hafa tónlistarsögunemendur í Keflavík, Njarðvík og Hafnarfirði flutt með hléum allt frá árinu 1993 og því líkur sex ára sérestöku vinnuferli á þessum tónleikum. Auk þess mun strengjasveit skólans leika nokkur verk undir stjórn Óliver J. Kentish og lokaverk tónleikanna er falllegur kafli úr konsert eftir Antonio Vivaldi sem um tuttugu manna sveit strengja- og gítarleikara mun flytja.Dagskráin er fjölbreytt sem er vel við hæfi að loknum kosningaslagnum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.