Vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja á morgun
Kvennakór Suðurnesja heldur sína árlegu vortónleika á næstunni.
Fyrstu tónleikarnir eru á morgun, 7. apríl, og eru haldnir með sönghópnum Norðurljósum, sem er 50 manna blandaður kór af höfuðborgarsvæðinu. Á dagskrá eru íslensk og erlend dægurlög og söngleikjatónlist. Þetta eru léttir og skemmtilegir tónleikar og er aðgangseyri stillt mjög í hóf, aðeins kr. 1000 en kr. 500 fyrir börn og eldri borgara. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00. Stjórnandi Sönghópsins Norðurljósa er Arngerður María Árnadóttir.
Sunnudaginn 10. apríl kl. 20.00 heldur Kvennakórinn síðan tónleika í Safnaðarheimilinu í Sandgerði, og sunnudaginn 17. apríl kl. 20.00 í Listasafninu í Duushúsum í Reykjanesbæ. Þema tónleikanna er söngleikir, en eftir hlé verða eingöngu sungin lög úr þekktum söngleikjum. Fyrir hlé syngur kórinn hinsvegar íslensk dægur- og þjóðlög og ítalskar aríur. Í heild sinni er dagskráin í léttari kantinum.
Stjórnandi er Dagný Þórunn Jónsdóttir og undirleikari á píanó er Geirþrúður Fanney Bogadóttir. Miðasala á vortónleikana verður við innganginn og er miðaverð kr.1500, en kr. 1000 fyrir eldri borgara. Frítt er fyrir börn 12 ára og yngri. Tónlistarunnendur eru hvattir til að láta þetta ekki framhjá sér fara, það koma allir léttir í lund út af þessum tónleikum!
Það er alltaf nóg að gera hjá Kvennakórnum. Starfsárið hófst eins og undanfarin ár með því að syngja á Ljósanótt. Í haust hélt kórinn til Ungverjalands þar sem hann söng m.a. á tvennum tónleikum ásamt ungverskum kórum, og var ferðin mjög vel heppnuð í alla staði.
Fyrir jólin söng kórinn síðan á aðventutónleikum í Keflavíkurkirkju og í Safnaðarheimilinu í Sandgerði.
Að loknum vortónleikum er stefnan síðan sett á Landsmót kvennakóra sem haldið verður í Hafnarfirði 29. apríl – 1. maí nk. en þar munu koma saman kvennakórar víðs vegar að af landinu og auk þess íslenskur kvennakór frá Kaupmannahöfn til að syngja saman. Síðasta landsmót var einmitt haldið í Reykjanesbæ og sá Kvennakór Suðurnesja um skipulagningu þess. Þá tóku hátt í 400 konur þátt í mótinu, en nú er búist við að þær verði um 500.
VF-mynd/Þorgils Frá tónleikum kórsins á Ljósanótt 2004
Fyrstu tónleikarnir eru á morgun, 7. apríl, og eru haldnir með sönghópnum Norðurljósum, sem er 50 manna blandaður kór af höfuðborgarsvæðinu. Á dagskrá eru íslensk og erlend dægurlög og söngleikjatónlist. Þetta eru léttir og skemmtilegir tónleikar og er aðgangseyri stillt mjög í hóf, aðeins kr. 1000 en kr. 500 fyrir börn og eldri borgara. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00. Stjórnandi Sönghópsins Norðurljósa er Arngerður María Árnadóttir.
Sunnudaginn 10. apríl kl. 20.00 heldur Kvennakórinn síðan tónleika í Safnaðarheimilinu í Sandgerði, og sunnudaginn 17. apríl kl. 20.00 í Listasafninu í Duushúsum í Reykjanesbæ. Þema tónleikanna er söngleikir, en eftir hlé verða eingöngu sungin lög úr þekktum söngleikjum. Fyrir hlé syngur kórinn hinsvegar íslensk dægur- og þjóðlög og ítalskar aríur. Í heild sinni er dagskráin í léttari kantinum.
Stjórnandi er Dagný Þórunn Jónsdóttir og undirleikari á píanó er Geirþrúður Fanney Bogadóttir. Miðasala á vortónleikana verður við innganginn og er miðaverð kr.1500, en kr. 1000 fyrir eldri borgara. Frítt er fyrir börn 12 ára og yngri. Tónlistarunnendur eru hvattir til að láta þetta ekki framhjá sér fara, það koma allir léttir í lund út af þessum tónleikum!
Það er alltaf nóg að gera hjá Kvennakórnum. Starfsárið hófst eins og undanfarin ár með því að syngja á Ljósanótt. Í haust hélt kórinn til Ungverjalands þar sem hann söng m.a. á tvennum tónleikum ásamt ungverskum kórum, og var ferðin mjög vel heppnuð í alla staði.
Fyrir jólin söng kórinn síðan á aðventutónleikum í Keflavíkurkirkju og í Safnaðarheimilinu í Sandgerði.
Að loknum vortónleikum er stefnan síðan sett á Landsmót kvennakóra sem haldið verður í Hafnarfirði 29. apríl – 1. maí nk. en þar munu koma saman kvennakórar víðs vegar að af landinu og auk þess íslenskur kvennakór frá Kaupmannahöfn til að syngja saman. Síðasta landsmót var einmitt haldið í Reykjanesbæ og sá Kvennakór Suðurnesja um skipulagningu þess. Þá tóku hátt í 400 konur þátt í mótinu, en nú er búist við að þær verði um 500.
VF-mynd/Þorgils Frá tónleikum kórsins á Ljósanótt 2004