VORTÓNLEIKAR KVENNAKÓRS SUÐURNESJA
Nú fara að hefjast vortónleikar hjá kvennakór Suðurnesja. Kórinn mun að þessu sinni halda ferna tónleika, 12. og 14. apríl í Ytri-Njarðvíkurkirkju, 20.apríl í Neskirkju, Reykjavík og 25. apríl í Hafnarborg, Hafnarfirði. Stjórnandi kórsins er Agota Joó og er þetta þriðja ár hennar með kórinn. Píanóundirleik annast Vilberg Viggóson. Annar hljóðfæraleikur er í höndum þeirra, Þórólfs Þórssonar á bassa, Baldurs Jósefssonar á trommur, Ásgeirs Gunnarssonar á harmoníku, Erlu Brynjarsdóttur á fiðlu og Birnu Rúnarsdóttur á þverflautu. Einsöng flytja þær Birna Rúnarsdóttir, Guðrún Egilsdóttir, Laufey H. Geirsdóttir og Sigrún Ó. Ingadóttir. Efnisskráin er fjölbreytt og vönduð og eru Suðurnesjabúar hvattir til að koma og eiga ánægjulega kvöldstund með kórnum. Allir tónleikarnir hefjast kl. 20:30.