Vorönn F.S að hefjast
Kennsla á vorönn Fjölbrautaskóla Suðurnesja hefst á morgun, fimmtudaginn 6. janúar, samkvæmt sérstakri stundaskrá. Rútur fara frá Grindavík kl. 07:25 en kl. 07:30 frá öðrum stöðum.
Töfluafhending er í dag, miðvikudaginn 5. janúar, kl. 10:00-15:00. Töflubreytingar verða kl. 11:00-16:00 í dag og einnig eiga nemendur að skrá sig í íþróttaáfanga. Rútur fara frá öllum stöðum kl. 9:30 og frá skólanum kl. 15:00.
Innritað verður í öldungadeild 6. og 7. janúar kl. 17:00-19:00. Einnig verður innritað í Grunnskóla Grindavíkur fimmtudaginn 6. janúar kl. 18:00 - 20:00. Kenna á ENS 1026 (þriðjudaga kl. 18:00) og STÆ 1016 (miðvikudaga kl. 18:00) í Grindavík ef næg þátttaka fæst. Gjald fyrir einn áfanga í öldungadeild er 15.000 kr. en 21.000 kr. fyrir tvo áfanga eða fleiri.