Vörður lánar viðskiptavinum sínum hitablásara
Tryggingafélagið Vörður lánar viðskiptavinum sínum á Suðurnesjum hitablásara í þeim aðstæðum sem nú eru uppi. Þetta kemur fram í tilkynningu.
„Við hjá Verði viljum aðstoða viðskiptavini okkar á Suðurnesjum og lána þeim hitablásara. Viðskiptavinir Varðar geta sótt hitablásara í útibú okkar í Krossmóa 4, Reykjanesbæ frá klukkan 16.00. Útibú okkar í Reykjanesbæ verður opið til 18.00 eða meðan birgðir endast,“ segir í tilkynningu frá tryggingafélaginu.
Vegna ráðlegginga frá Almannavörnum þá er einungis einn hitablásari á heimili og mikilvægt að hafa í huga að spara allan hita og rafmagn.
Mælt er með að fylgjast með nánari framvindu á vef Almannavarna og HS Veitna.