Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vordís Björk vann stærsta vinninginn í Jólalukku Víkurfrétta - 100 þús. kr. gjafabréf í Nettó
Fimmtudagur 24. desember 2009 kl. 16:50

Vordís Björk vann stærsta vinninginn í Jólalukku Víkurfrétta - 100 þús. kr. gjafabréf í Nettó

Vordís Björk Valgarðsdóttir úr Vogum á Vatnsleysuströnd vann stærsta vinninginn í Jólalukku Víkurfrétta 2009, 100 þúsund króna gjafabréf í Nettó en lukkumiðinn hennar var dreginn fyrst út í lokadrætti Jólalukku VF í Nettó í morgun. „Þetta er alveg frábært að fá svona glæsilegan vinning,“ sagði Vordís þegar hún fékk símtal í dag frá Víkurfréttum um að hún hafi unnið. Vordís var að versla í Nettó og skilaði miðum í kassann þar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gríðarlegt magn lukkumiða, um 15 til 20 þús. skiluðu sér í Kaskó og Nettó og var þetta þriðji og síðasti úrdrátturinn. Átján aðilar í verslun og þjónustu í Reykjanesbæ buðu upp á Jólalukku VF í ár. Alls voru dregnir út tuttugu vinningar en í fyrsta og öðrum úrdrætti voru sex vinningar í hvort skipti, þar á meðal Icelandair ferðavinningur í bæði skiptin auk 20 þús.kr. gjafabréfa í Nettó og fleiri vinninga.

Kvenfólkiðvar í meirihluta vinningshafa í lokaúrdrættinum. Kannski er konurnar duglegri að sjá um innkaup fjölskyldunnar. Fanney Erla Friðjónsdóttir Anderson, Brekkustíg 31F í Njarðvík vann næst stærsta vinninginn en það var Icelandair ferðavinningur. Þriðji vinningurinn fór til Vordísar Heimisdóttur en það er sennilega ekki á hverjum degi sem tveir af þremur efstu vinningshöfum heiti Vordís. Nafnið er fallegt en kannski ekki mjög algengt.


Nöfn vinningshafa í þriðja úrdrætti Jólalukku Víkurfrétta 2009 eru:

1. Vordís Björk Valgarðsdóttir, Hvammsgata 10, Vogum. Vinningur: 100 þús. kr. gjafabréf í Nettó.
2. Fanney Erla Friðbjörnsdóttir Anderson, Brekkustíg 31F, Rnbæ. Icelandair Evrópuferð, gjafabréf.
3. Vordís Heimisdóttir, Sjávargötu 23, Rnbæ. Vinningur: Kenwood JK770 Hraðsuðuketill frá Heimilistækjum í Reykjanesbæ.

Vinningar 4.-20. Konfekttvenna frá Nettó:
4. Kolbrún Aradóttir, Hátúní 11, Rnbæ.
5. Ágústa Björgvinsdóttir, Heiðarbóli 31, Rnbæ.
6. Sigrún Ögmundsdóttir, Skólavegi 9, Rnbæ.
7. Ingibjörg Magnúsdóttir, Faxabraut 90, Rnbæ.

8. Birgitta Hallgrímsdóttir, Efstaleiti 32, Rnbæ.
9. Ingibjörg Kristjánsdóttir, Sunnubraut 18, Rnbæ.
10. Manuela Gomes Atania, Hlíðargötu 1, Sandgerði.
11. Magnús Bj. Guðmundsson, Hafnargötu 12, Höfnum, Rnbæ.
12. Fríða María Ólafsdóttir, Faxabraut 72, Rnbæ.
13. Drífa Sigfúsdóttir, Harmagarði, Rnbæ.
14. Marín Hrund Jónsdóttir, Norðurvellir 46, Rnbæ.
15. Pétur Brim Þórarinsson, Vallargata 10, Rnbæ.
16. Frímann Guðmundsson, Norðurvöllum 44, Rnbæ.
17. Anna María Sigurðardóttir, Garðavellir 2, Rnbæ.
18. Bryndís Sævarsdóttir, Óðinsvöllum 6, Rnbæ.
19. Hulda Ormsdóttir, Guðnýjarbraut 7, Rnbæ.
20. Regína Ragnarsdóttir, Austurgötu 7, Sandgerði.


Það var fjöldi fólks í Nettó á aðfangadagsmorgun og margir voru forvitnir þegar dregið var úr stóra kassanum. Páll Orri frá VF og Björn frá Nettó höfðu umsjón með drættinum.