Vorboðinn ljúfi...
... er meðal annars þegar jarðvinnuverktakar loka eða þrengja umferðaræðum til að sinna vor- og sumarvinnu. Nú eru talsverðar umferðartafir á Njarðarbraut við Nesvelli þar sem unnið er með stórvirkum vinnuvélum að jarðvegsframkvæmdum sem allar miða að því að gera umhverfið snyrtilegra á eftir. Vanafastir vegfarendur á leið frá Keflavík til Njarðvíkur þurfa að setja slaufu á leið sína, en þeir sem eru á leið frá Njarðvík til Keflavíkur þurfa hins vegar að hægja verulega á sér við framkvæmdasvæðið.