Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vorboði mættur í Leiruna
Tjaldurinn var sáttur við að vera kominn í sjávarloftið í Leirunni. VF-myndir/pket.
Mánudagur 25. mars 2013 kl. 17:02

Vorboði mættur í Leiruna

Einn af vorboðunum á Hólmsvelli í Leiru er Tjaldurinn en hann sást sl. föstudag í fyrsta skipti á þessu ári. Tjaldapör hafa reglulega komið í Leiruna undanfarin ár og verið góðir gestir og glatt kylfinga.

Nú komu fimm fuglar en það er allur gangur á því hvað margir Tjaldar hafa haldið í Leirunni. Í fyrra voru tvenn pör og tókst útungun hjá báðum en tjaldurinn hefur iðulega gert hreiður á sérkennilegum stöðum, eins og t.d. í sandglompum á Hólmsvelli. Stundum hafa kylfingar horft upp á veiðibjölluna éta unga tjaldsins.

Kylfingar sem voru að keppa í vormóti á Hólmsvelli í gær nutu þess að heyra hvellt píp tjaldsins. Hann er farfugl þó einstaka fuglar haldi til á Íslandi yfir veturinn en hann fer til Bretlandseyja yfir veturinn. Tjaldurinn sækir í blandað fæði við golfvöllinn, kræklinga og skelja en einnig ánamaðka og skordýr ýmis konar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

-