Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 24. apríl 2002 kl. 10:07

Vopnaleit efld í Leifsstöð

Breytingar á vopnaleitadeild Leifsstöðvar eru nú í fullum gangi. Verið er að koma upp fleiri hliðum fyrir farþega svo auðveldar verði fyrir vopnaeftirlit að sinna sínu starfi og mögulegt sé að afkasta fleiri farþegum á minni tíma en vegabréfabásar flugstöðvarinnar hafa allir verið fluttir í Suðurbyggingu.Höskuldur Ásgeirsson forstjóri Leifsstöðvar sagði þessar breytingar nauðsynlegar þar sem sífelld fjölgun farþega er í flugstöðinni ár hvert. Einnig verður bætt við öflugri búnaði til vopnaleitar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024