Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vopnaður maður í Vogunum
Laugardagur 25. janúar 2003 kl. 19:29

Vopnaður maður í Vogunum

Tilkynnt var um að vopnaður maður væri á ferli í Vogunum laust fyrir kl. hálf sjö í kvöld. Mikill viðbúnaður var á staðnum og tóku lögregluembættin í Reykjavík, Hafnarfirði og Keflavík öll þátt í aðgerðum.Lögreglan fékk tilkynningu um að maður væri að skjóta af haglabyssu. Víkingasveitin var kölluð út og var mikill viðbúnaður. Lögreglan náði að handtaka mannin í bíl sínum og reyndist hann hafa 223 kalibera riffill meðferðis.

Talið er að hann hafi hleypt einhverjum skotum af en þó er það ekki vitað með vissu. Engin slys urðu á fólki og er víkingasveitin nú að tryggja vettvang.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024