Vopnaður hermaður gerði athugasemd við störf ljósmyndara Víkurfrétta
Vopnaður hermaður á jeppabifreið frá herlögreglunni á Keflavíkurflugvelli gerði athugasemd við störf ljósmyndara Víkurfrétta, þar sem hann var við fréttamyndatöku á Reykjanesbraut ofan við Grænás nú síðdegis. Hermaðurinn hélt um skotvopn sitt á meðan hann yfirheyrði ljósmyndarann í vegarkantinum. Hann spurði hvers vegna ljósmyndarinn væri á þessum stað og hvað hann væri að mynda. Þá sagði hermaðurinn við ljósmyndara blaðsins að óheimilt væri að beina myndavélinni að herstöðinni á Keflavíkurflugvelli.
Ljósmyndari Víkurfrétta gerði grein fyrir störfum sínum á svæðinu. Hann var að mynda afskipti tveggja íslenskra lögreglumanna af unglingspiltum úr Reykjanesbæ, sem herlögreglan vildi meina að hafi ætlað að fara undir girðinguna sem lokar af Keflavíkurflugvöll.
Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem hermenn/herlögreglumenn af Keflavíkurflugvelli, vopnaðir skotvopnum, gera athugasemdir við störf ljósmyndara Víkurfrétta utan girðingar Keflavíkurflugvallar. Í fyrra skiptið var það við kirkjugarð Keflavíkur við Garðveg og nú síðdegis þegar ljósmyndari blaðsins var að störfum við Reykjanesbrautina ofan við byggðina í Grænási.
Íslenskir lögregluþjónar á staðnum höfðu ekki miklar áhyggjur af störfum ljósmyndarans, en sögðu að Varnarliðsmenn væru viðkvæmir fyrir því að verið væri að taka myndir af svæðinu.
Víkurfréttir fordæma þessi ítrekuðu afskipti vopnaðra hermanna af störfum ljósmyndara og blaðamanna Víkurfrétta. Framkoma hermanna eða herlögreglu er ekki ásættanleg, þar sem vald er látið í ljós með augljósum vopnaburði utan girðingar Keflavíkurflugvallar, burtséð frá því hvort svæðið sé varnarsvæði eða ekki.
Myndin: Hermaður horfir yfir öxl lögreglumanns af Keflavíkurfluvelli og fylgist grannt með ljósmyndara Víkurfrétta. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Ljósmyndari Víkurfrétta gerði grein fyrir störfum sínum á svæðinu. Hann var að mynda afskipti tveggja íslenskra lögreglumanna af unglingspiltum úr Reykjanesbæ, sem herlögreglan vildi meina að hafi ætlað að fara undir girðinguna sem lokar af Keflavíkurflugvöll.
Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem hermenn/herlögreglumenn af Keflavíkurflugvelli, vopnaðir skotvopnum, gera athugasemdir við störf ljósmyndara Víkurfrétta utan girðingar Keflavíkurflugvallar. Í fyrra skiptið var það við kirkjugarð Keflavíkur við Garðveg og nú síðdegis þegar ljósmyndari blaðsins var að störfum við Reykjanesbrautina ofan við byggðina í Grænási.
Íslenskir lögregluþjónar á staðnum höfðu ekki miklar áhyggjur af störfum ljósmyndarans, en sögðu að Varnarliðsmenn væru viðkvæmir fyrir því að verið væri að taka myndir af svæðinu.
Víkurfréttir fordæma þessi ítrekuðu afskipti vopnaðra hermanna af störfum ljósmyndara og blaðamanna Víkurfrétta. Framkoma hermanna eða herlögreglu er ekki ásættanleg, þar sem vald er látið í ljós með augljósum vopnaburði utan girðingar Keflavíkurflugvallar, burtséð frá því hvort svæðið sé varnarsvæði eða ekki.
Myndin: Hermaður horfir yfir öxl lögreglumanns af Keflavíkurfluvelli og fylgist grannt með ljósmyndara Víkurfrétta. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson